Landsmót bifhjólafólks 2009.

Ágæta bifhjólafólk,

 

Landsmót bifhjólafólks 2009, verður haldið í Húnaveri fyrstu helgina í júlí, það er í boði Snigla og skipulagt af þeim, þar sem ekkert annað félag/klúbbur/samtök hefur óskað eftir að halda mótið.  En Raftar og #10 hafa tekið að sér verkefni á mótinu.  Enn eru verkefni í boði ef f/k/s vilja taka að sér.

 

Dagskráin á mótinu mun breytast að því leiti að grillað verður á föstudagskvöldi og elduð súpa á laugardagskvöldi.

Í ár verður Landsmót bifhjólafólks í Húnaveri 541 Blönduós  helgina 2.-5. júlí.  Dagskráin er eftirfarandi, lifandi tónlist 3 kvöld, leikjadagskrá 2 daga, súpa, steik, líf og fjör.  Mótið er ekki ætlað börnum og engin dagskrá við höfð fyrir börn og ef fólk ákveður að koma með börnin sín með sér þá eru þau algjörlega á ábyrgð foreldra.  Hundar og önnur gæludýr eru bönnuð á svæðinu.

 

Landsmót eru staður þar sem maður hittir og kynnist öðru bifhjólafólki og á skemmtilega helgi.  Alltaf hefur komið eitthvað af útlendingum á mótið, sumir hverjir ár eftir ár því þetta hefur verið skemmtilegasta mót sem þeir hafa upplifað.  Við getum haldið áfram að hafa þetta svona skemmtileg og jafnvel enn betra með því að taka höndum saman og mæta á Landsmót bifhjólafólks ALLS. 

 

Allir klúbbar/félag/samtök eru vinsamlega beðin að mæta með fánann sinn, því Landsmótsnefnd skreytir svæðið með fánum allra.  Hlökkum til að sjá ný andlit, ný félög, flottar fánaskreyttar tjaldbúðir og gríðarlega stemmningu.

 

Kveðja Landsmótsnefnd 2009

 

Dagrún, harley1931@simnet.is

Sylvía, 1633@sniglar.is

Anna Birna, 1841@sniglar.is

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband