Ófært vegna veðurs?

Þeir hörðustu sem lögðu af stað í kaffi á Djúpavog á sunnudaginn keyrðu inn í þoku í Stöðvarfirðinum en lítið spennandi er að brumma í svoleiðis skyggni, þeir tóku því á það ráð að snúa við og héldu upp í Skriðuklaustur í veðurblíðu, kaffi og með því. 

 

Þokan var köld

og kvölin var slík

að haldið var í Héraðið

en ekki á Breiðdalsvík.

 

Kongó bíður betri tíma

brumma skal ég þangað

brattir menn  ei gefast upp

þó þokan bíti vangann.

                  höf. raksÓ

 

Kveðja

Malla #60


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband