Lög Drekanna samþykkt á aðalfundi 16.4.2008.

Lög Dreka Vélhjólaklúbbs austurlands :
 
 
1. gr. Nafn
Nafn félagsins er DREKAR vélhjólaklúbbur austurlands
 
2. gr. Heimili
Heimili félagsins og varnarþing er austurland.
 
3. gr. Tilgangur
 Tilgangur félagsis er að;
- koma á sem víðtækustu samstarfi bifhjólafólks á austurlandi,
 
4. gr. Inntaka félaga
Allt áhugafólk um bifhjól getur fengið inngöngu í klúbbinn, að því tilskyldu að skilyrði fyrir inntöku séu uppfyllt, en þau eru að:
1. Umsækjandi sé orðin fullra átján ára og hafi áhuga á bifhjólum.
2. Umsækjandi hafi greitt fullt inntökugjald sem er óendurkræft.
Stjórn afgreiðir umsókn um inngöngu í klúbbinn.
 
5. gr. Fullgildur félagi
Fullgildir félagar eru þeir einir sem greitt hafa inntökugjald/árgjald samtakanna og stjórn hefur ekki samþykkt að vísa úr klúbbnum sbr. ákvæði 6. gr.
 
6. gr. Brottvísanir
Hægt er að vísa einstaklingi úr klúbbnum hafi hann sýnt að hann sé ekki þess verður að bera merki klúbbsins. Til þess þurfa fimm fullgildir meðlimir að leggja fram sína skriflegu, rökstuddu kæruna hver til stjórnar. Stjórn skal afgreiða kröfu um brottvísun sem staðfest skal á næsta aðalfundi.
 
7. gr. Gjöld
Rekstur klúbbsins skal fjármagnaður með félagsgjöldum, útgáfustarfsemi og öðrum fjáröflunum. Aðalfundur klúbbsins ákveður félagsgjöld fyrir ár hvert. 
 
8. gr. Sjóður
Tekjur renna í sjóð klúbbsins og skal honum varið í framkvæmdir, rekstur og að öðru leyti eftir settum reglum á hverjum tíma. Enginn félagi klúbbsins hefur tilkall til hluta af sjóðnum þótt hann hverfi úr klúbbnum eða þeim sé slitið.
 
 
9. gr. Útgáfa
Stjórn klúbbsins skipar ritstjóra fréttarits sem er ábyrgur fyrir útgáfu þess. Fréttaritið skal gefið út með tiltölulega jöfnu millibili á milli aðalfunda, a.m.k. 2 sinnum á ári og oftar ef þörf þykir, að mati stjórnar. Heimilt er að hafa fréttaritið í formi heimasíðu . 
 
10. gr. Boðun aðalfundar
Haldinn skal aðalfundur fyrir apríl lok ár hvert. Skal þar taka fyrir venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum klúbbsins. Stjórn boðar til aðalfundar með a.m.k. tíu daga fyrirvara. Eintak af niðurstöðum endurskoðaðra ársreikninga og fundargjörð aðalfundar skal birt í fréttariti klúbbsins að loknum aðalfundi. Aðalfundur er því aðeins löglegur sé löglega til hans boðað.
 
11. gr. Aðalfundur
Rétt til setu á aðalfundi hafa fullgildir félagar. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis mættir fullgildir félagar.
 
Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:
 
1.         Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.         Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs
3.         Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs
4.         Lagabreytingar skv. 13.gr. laga samtakanna.
5.         Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna skv. 12. gr. laga klúbbsins
6.         Ákvörðun um kosningu nefnda skv. 14.gr. laga klúbbsins.
7.         Önnur mál
 
12. gr. Skipan stjórnar
Í stjórn klúbbsins skulu kosnir 5 einstaklingar, formaður, ritari og gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Framboð skal berast stjórn. Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða.
 
13. gr. Lagabreytingar
Lagabreytingar má aðeins leggja fram til samþykktar á aðalfundi enda hafi þeirra verið getið í fundarboði. Ná þær aðeins fram að ganga að 2/3 hlutar mættra fullgildra félaga séu þeim samþykkir. Tillögur til lagabreytinga skal senda stjórn eigi síður en tuttugu dögum fyrir aðalfund. Tilkynning um skilafrest lagabreytinga skal birt í fréttariti klúbbsins. Allar þær lagabreytingar sem stjórn hafa borist skal hún senda með aðalfundarboði til félaga klúbbsins.
   
 
14. gr. Nefndir
Á aðalfundi klúbbsins skal taka ákvörðun um það hvort kjósa skuli í umferðaröryggisnefnd og viðburðanefnd. Ákveði aðalfundur að kjósa í nefndirnar skulu þrír kosnir í hvora nefnd. Hver nefnd skal skipa sér einn fulltrúa sem er tengiliður við stjórn og er hann jafnframt formaður nefndarinnar. Fjármál nefnda skulu vera að mestu eða öllu leyti á höndum féhirðis samtakanna. Um verksvið nefndanna vísast til nafns þeirra og skulu þær starfa eftir bestu getu og hafa hagsmuni félagsmanna og bifhjólafólks að leiðarljósi.
 
15. gr. Stjórn
Formaður kveður til stjórnarfunda ef þörf krefur eða ef stjórnarmeðlimur óskar þess enda hafi hann áður gert grein fyrir fundarefni. Tryggt skal að stjórn geti komið saman með stuttum fyrirvara. Stjórn skal skip Varaformann  sem taki sæti formanns í forföllum hans. Forfallist aðalmaður í stjórn eða hættir störfum skal kalla til varamann. Fjöldi atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum, þó er ályktun því aðeins lögleg að tveir stjórnarmenn hið fæsta samþykki hana. Stjórn hefur á hendi allar framkvæmdir milli aðalfunda, hefur eftirlit með nefndum og kemur fram fyrir hönd samtakanna.
 
16. gr. Aukaaðalfundur
Stjórn kveður til aukaaðalfundar þegar þess er þörf eða a.m.k. 1/5 hluti fullgildra félaga samtakanna óski þess enda geri þeir áður grein fyrir fundarefni. Til aukaaðalfundar skal boða Á heimasíðu Drekanna með a.m.k. sjö daga fyrirvara.
 
17. gr. Slit
Klúbbnum verður aðeins slitið á aðalfundi og til þess þarf samþykki 3/4 hluta fullgildra félaga. Fundur sá er klúbbnum slítur ráðstafar eigum hans.
 
 
Viðauki.
1) 
Félagar sem hætta skuli fjarlægja merki Dreka af mótorhjólafatnaði sínum ekki seinna en 2 árum eftir að þeir hætta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband