Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Sumardagurinn fyrsti

Eins og veðurspáin er fyrir fimmtudag og næstu daga þá er lítil von til að náist í einhvern hóp til að samkeyra, við stefnum bara að því að fjölmenna hjá póstinum miðvikudaginn 29. í staðinn.

Þeir sem ekki hafa staðfest þáttöku í Færeyjatúrinn ættu að gera það núna því það er kominn tími á að ganga frá málum við Smyril-line. Færeyingarnir eru komnir í startholurnar að taka á móti okkur eins og sjá má hérna: http://www.stormboys.com/ .


Hittingur

21.apríl

Kæru félagar vegna slæmrar veðurspár var ákveðið að færa hittingin á sumardaginn fyrsta en nánari fréttir um það á morgun .

kv. Níels # 36


Merkið á jakkann

Hún Lára Elísdóttir klæðskeri í Hléskógunum á Egilsstöðum saumar félagsmerkið á gallann fyrir okkur fyrir litlar 1500 krónur.

Vorið kemur

100_4579

Þessi mynd er tekin í Öræfasveitinni síðasta sumar, þarna hefur verið sett upp óformlegt minnismerki um fallinn bifhjólamann. Merki sem þessi eru góð áminning til okkar sem leið eigum um þjóðvegina um afleiðingar slysa og markmið okkar ætti að vera að ekki verði þörf á fleiri slíkum minnismerkjum eftir sumarið.


AÐALFUNDUR eftir þrjá daga

DREKAR Vélhjólaklúbbur Austurlands, heldur aðalfund sinn fyrir árið 2009, miðvikudaginn 15. Apríl  í fundarsal JG Bíla að Kaupvangi 16, Egilsstöðum, kl. 20.00

Færeyjaferð

Það er kominn sæmilegur hópur sem ætlar með í Færeyjatúrinn, hér eru nokkrar klúbbasíður sem gaman er að skoða:

http://www.eysturoyar-mc.com/ , http://www.mc.fo/ , http://foroya-mc.fo/

 


Formannafundur vélhjólaklúbba.

Formenn vélhjólaklúbba og samtaka á landinu hittust á fundi á fimmtudag 2. apríl, fundurinn var að mörgu leyti forvitnilegur og hef ég ákveðið að láta hér inn fundargerðina til að menn geti áttað sig á umræðunni. 

Formannafundur 2. apríl í ÍSÍ, kl. 20:00 – 22:00

Fundarstjóri: Ólafur, Sniglar og Jakob Þór, Slóðavinir.

 
  1. Klúbbaráð.

Fulltrúar frá Röftum segja frá hugmyndum að klúbbaráði. Meðal annars kom fram að skilgreina þyrfti betur hvað væri klúbbur og hvort nauðsynlegt væri að hafa kennitölu. Varpað var fram hugmyndum um tíðni milli funda og atkvæðagreiðslum. Atkvæðagreiðslur gætu farið fram á vefnum. Varðandi fyrirspurnir til ráðsins þá ættu þær að fara í fyrirfram ákveðinn feril sem tekur á því hvernig unnið sé úr þeim. Talmaður talar fyrir hönd ráðsins og allra klúbbanna. Ráðið hefur ekki stjórn með neinum klúbb.

 

Eftir kynningu Rafta sköpuðust góðar umræður um klúbbaráðið. Talað var um að ráðið ætti að vera griðarstaðar þar sem allir væru jafnir. Einnig var talað um mikilvægi þess að mynda breiðfylkingu mótorhjólafólks og að hugsa þyrfti um tilgang þess að stofna svona ráð.  Ráðir væri samræðugrundvöllur fyrir klúbbana þar sem hægt væri að skiptast á skoðunum og mynda tengsl.

 

Tillaga lesin upp frá Slóðavinum. Hún er í megin atriðum á sömu nótum og hugmyndir Rafta en gerir ekki ráð fyrir talsmanni eða að atkvæðagreiðslum.

 

Svona breiðfylking eins og hugmyndin er að búa til gæti beytt sér í erfiðum málum og þannig náð fram breytingum í krafti slagþungans. Ábending kom um að fara í svona samstarf í smáum skrefum og ekki binda samstarfið of mikið niður með formlegheitum. 

 

Fram kom að Sniglar væru í raun regnhlífarsamtök, og að 2002 hefðu menn verið að tala um að leggja niður klúbba og sameina undir Snigla.

 

Niðurstaðan af þessari umræðu var að setja saman undirbúningshóp sem í eru:

a. Jakob Þór, slóðavinir

b. Njáll Gunnl., BMW-klúbburinn

c.  Atli – Ruddum --

d.  Ólafur – Sniglum/Steini Tótu

e . Hrafnhildur - Grindjánum

f. Siggi Palli – Hröfnum

g. Hallgrímur – Ducati

h. Friðrik – Dúllurum

i. Þórður(Tóti) HOG

j. Torfi K ??? Raftur  

Þessum hóp er falið að gera tillögur að fyrirkomulagi klúbbaráðs og senda tillögurnar til allra formanna mótorhjólafélaga í landinu.

  

2. Hlífðarfatalögin

 

Sylvia gerir grein fyrir breytingum sem lagt er til að verð gerðar á núgildandi lögum sem snúa að öryggisbúnaði mótorhjólafólks.

 

Nokkuð var rætt um áhrif breytinganna á tryggingariðngjöld og nokkrir höfðu áhyggur af því að ef slakað væri á kröfum um öryggisfatnað gætu iðngjöldin hækkað.

 

Ýtarleg umræða átti sér stað um hugtakið „viðurkenndur“ en í dag er ekki til nein skilgreining á því hvað telst vera viðurkenndur fatnaður. Fram kom að CE-merkt föt væru ekki endilega bestu fötin.  Athugasemd kom fram vegna fatnaðar sem keyptur er í USA, eða öðrum löndum utan Evrópu sem ekki hafa CE-merkingar, og spurt hvort þessi fatnaður yrði þá ólöglegur á Íslandi.

 

Dukati-klúbburinn rakti breytingartillögur sínar.

 

HOG – Tóti - rekur einnig sínar breytingartillögur sem eru fáar.

 

Málið endaði þannig að fundurinn samþykkti að senda breytingartillöguna með smávægilegum breytingum, en Sylvia mun leiða þá vinnu.

  

Færeyjar 2009

Þa er mögulegt að fá einhvern hópafslátt ef við förum með ca 10 hjól eða 15 manns og er nauðsynlegt að staðfesta einhvern fjölda sem fyrst. Endilega tjáið ykkur um möguleika á þáttöku annað hvort í athugasemdum við þessa frétt eða með því að senda póst á Email klúbbsins.

F2


Landsmót bifhjólafólks 2009.

Ágæta bifhjólafólk,

 

Landsmót bifhjólafólks 2009, verður haldið í Húnaveri fyrstu helgina í júlí, það er í boði Snigla og skipulagt af þeim, þar sem ekkert annað félag/klúbbur/samtök hefur óskað eftir að halda mótið.  En Raftar og #10 hafa tekið að sér verkefni á mótinu.  Enn eru verkefni í boði ef f/k/s vilja taka að sér.

 

Dagskráin á mótinu mun breytast að því leiti að grillað verður á föstudagskvöldi og elduð súpa á laugardagskvöldi.

Í ár verður Landsmót bifhjólafólks í Húnaveri 541 Blönduós  helgina 2.-5. júlí.  Dagskráin er eftirfarandi, lifandi tónlist 3 kvöld, leikjadagskrá 2 daga, súpa, steik, líf og fjör.  Mótið er ekki ætlað börnum og engin dagskrá við höfð fyrir börn og ef fólk ákveður að koma með börnin sín með sér þá eru þau algjörlega á ábyrgð foreldra.  Hundar og önnur gæludýr eru bönnuð á svæðinu.

 

Landsmót eru staður þar sem maður hittir og kynnist öðru bifhjólafólki og á skemmtilega helgi.  Alltaf hefur komið eitthvað af útlendingum á mótið, sumir hverjir ár eftir ár því þetta hefur verið skemmtilegasta mót sem þeir hafa upplifað.  Við getum haldið áfram að hafa þetta svona skemmtileg og jafnvel enn betra með því að taka höndum saman og mæta á Landsmót bifhjólafólks ALLS. 

 

Allir klúbbar/félag/samtök eru vinsamlega beðin að mæta með fánann sinn, því Landsmótsnefnd skreytir svæðið með fánum allra.  Hlökkum til að sjá ný andlit, ný félög, flottar fánaskreyttar tjaldbúðir og gríðarlega stemmningu.

 

Kveðja Landsmótsnefnd 2009

 

Dagrún, harley1931@simnet.is

Sylvía, 1633@sniglar.is

Anna Birna, 1841@sniglar.is

 

Ertu ekki meðlimur í Drekunum?

F1

Inntökubeiðnir í klúbbinn má senda á netfangið drekarvka@gmail.com þær þurfa að innihalda: Kennitölu; nafn; netfang; gemsanúmer; og helst mynd af hjóli viðkomandi.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband