Formenn vélhjólaklúbba og samtaka á landinu hittust á fundi á fimmtudag 2. apríl, fundurinn var að mörgu leyti forvitnilegur og hef ég ákveðið að láta hér inn fundargerðina til að menn geti áttað sig á umræðunni.
Formannafundur 2. apríl í ÍSÍ, kl. 20:00 22:00
Fundarstjóri: Ólafur, Sniglar og Jakob Þór, Slóðavinir.
- Klúbbaráð.
Fulltrúar frá Röftum segja frá hugmyndum að klúbbaráði. Meðal annars kom fram að skilgreina þyrfti betur hvað væri klúbbur og hvort nauðsynlegt væri að hafa kennitölu. Varpað var fram hugmyndum um tíðni milli funda og atkvæðagreiðslum. Atkvæðagreiðslur gætu farið fram á vefnum. Varðandi fyrirspurnir til ráðsins þá ættu þær að fara í fyrirfram ákveðinn feril sem tekur á því hvernig unnið sé úr þeim. Talmaður talar fyrir hönd ráðsins og allra klúbbanna. Ráðið hefur ekki stjórn með neinum klúbb.
Eftir kynningu Rafta sköpuðust góðar umræður um klúbbaráðið. Talað var um að ráðið ætti að vera griðarstaðar þar sem allir væru jafnir. Einnig var talað um mikilvægi þess að mynda breiðfylkingu mótorhjólafólks og að hugsa þyrfti um tilgang þess að stofna svona ráð. Ráðir væri samræðugrundvöllur fyrir klúbbana þar sem hægt væri að skiptast á skoðunum og mynda tengsl.
Tillaga lesin upp frá Slóðavinum. Hún er í megin atriðum á sömu nótum og hugmyndir Rafta en gerir ekki ráð fyrir talsmanni eða að atkvæðagreiðslum.
Svona breiðfylking eins og hugmyndin er að búa til gæti beytt sér í erfiðum málum og þannig náð fram breytingum í krafti slagþungans. Ábending kom um að fara í svona samstarf í smáum skrefum og ekki binda samstarfið of mikið niður með formlegheitum.
Fram kom að Sniglar væru í raun regnhlífarsamtök, og að 2002 hefðu menn verið að tala um að leggja niður klúbba og sameina undir Snigla.
Niðurstaðan af þessari umræðu var að setja saman undirbúningshóp sem í eru:
a. Jakob Þór, slóðavinir
b. Njáll Gunnl., BMW-klúbburinn
c. Atli Ruddum --
d. Ólafur Sniglum/Steini Tótu
e . Hrafnhildur - Grindjánum
f. Siggi Palli Hröfnum
g. Hallgrímur Ducati
h. Friðrik Dúllurum
i. Þórður(Tóti) HOG
j. Torfi K ??? RafturÞessum hóp er falið að gera tillögur að fyrirkomulagi klúbbaráðs og senda tillögurnar til allra formanna mótorhjólafélaga í landinu.
2. Hlífðarfatalögin
Sylvia gerir grein fyrir breytingum sem lagt er til að verð gerðar á núgildandi lögum sem snúa að öryggisbúnaði mótorhjólafólks.
Nokkuð var rætt um áhrif breytinganna á tryggingariðngjöld og nokkrir höfðu áhyggur af því að ef slakað væri á kröfum um öryggisfatnað gætu iðngjöldin hækkað.
Ýtarleg umræða átti sér stað um hugtakið viðurkenndur en í dag er ekki til nein skilgreining á því hvað telst vera viðurkenndur fatnaður. Fram kom að CE-merkt föt væru ekki endilega bestu fötin. Athugasemd kom fram vegna fatnaðar sem keyptur er í USA, eða öðrum löndum utan Evrópu sem ekki hafa CE-merkingar, og spurt hvort þessi fatnaður yrði þá ólöglegur á Íslandi.
Dukati-klúbburinn rakti breytingartillögur sínar.
HOG Tóti - rekur einnig sínar breytingartillögur sem eru fáar.
Málið endaði þannig að fundurinn samþykkti að senda breytingartillöguna með smávægilegum breytingum, en Sylvia mun leiða þá vinnu.
Flokkur: Vísindi og fræði | 3.4.2009 | 22:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.