Þar sem við erum með Seyðisfjörð inni í miðju félagssvæðinu hjá okkur þá er gráupplagt að nýta þessar öndvegis samgöngur við umheiminn og sigla af landi brott með Norrænu.
Hugmyndin er semsé að Vélhjólaklúbbur austurlands fari í sýna fyrstu opinberu heimsókn til Færeyja, brottför frá Seyðisfirði fimmtudag 11.júní og heimkoma 18.júní. Dagskrá ferðarinnar er ómótuð enn sem komið er en stefnt er að því að heimsækja bifhjólafólk sem víðast á eyjunum og hugsanlega að stofna til vinasambands við klúbba á svæðinu.
Listaverð á siglingunni er 38.800. miðað við gengi dagsins í dag fyrir mann og hjól báðar leiðir, mögulega má ná því verði eitthvað niður fyrir hóp. Gisting í Færeyjum er samtals fimm nætur hana mætti festa niður að einhverju eða öllu leyti eftir smekk.
Þeir sem áhuga hafa á að vera með eða hafa hugmyndir eða upplýsingar af einhverju tagi sem gætu komið að gagni eru vinsamlegast beðnir að setja sig í samband við Einar #8 eða senda póst á klúbbinn drekarvka@gmail.com .
Í Færeyjum í maí 2008.
Flokkur: Vísindi og fræði | 15.3.2009 | 22:20 | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla með ef ég get fengið frí í vinnuni ( vonandi tekst það ) kv.36
Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36, 19.3.2009 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.