Mig hefur alltaf langað að vita hvort ég er að borga tryggingafélaginu mínu "sanngjarna" upphæð fyrir hjólið mitt, þegar ég hef gengið á menn til að fá þá til að segja mér hvað þeir borgi fyrir sín hjól verður oft fátt um svör, það virðist vera vinnuregla hjá tryggingasölum að telja kúnnanum trú um að hann sé að fá bestu kjör sem gefin hafa verið og að annað eins þekkist bara ekki. Í von um að komast að hinu sanna í málinu hefur verið sett upp könnun hér til hliðar og þú veist ekki hvað hinir borga nema að smella á þína upphæð fyrst.
Flokkur: Vísindi og fræði | 7.4.2008 | 21:38 | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekkert feiminn að segja hvað ég borga í tryggingar, er með 5 hjól og borga frá 50 þús og uppí 65 þús af hverju hjóli þetta er náttlega bilun !!!!!!!!!!!!!!!
Hlynur Braga (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 23:06
Nákvæmlega! Þér er talin trú um að þú sért að fá þetta á góðu gjaldi af því þú ert svo "spes" ( ég efast ekki um að þú verslar við þá fyrir helling fyrir utan hjólin) en svo segja þeir að aðal ástæðan fyrir háu gjaldi sé ökumanns tryggingin !¨Hlynur keyrirðu nokkuð nema eitt hjól í einu ?
P.S.
Ég hef ekki séð þig nema á einu hjóli ........... er þarna skúr sem ég á eftir að heimsækja ?
Dreki , 8.4.2008 kl. 00:35
Nei er aldrei nema á einu hjóli í einu he he
Og komdu endilega í skúrinn þar af nógu af taka
Kv Hlynur
Hlynur Braga (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.