Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Allt að gerast .

Það er búið að opna alla tillögu hrúguna sem barst okkur vegna auglýsingar um félagsmerki, það má segja að við eigum verk fyrir höndum því við erum með heil ósköp af stórgóðum hugmyndum til að velja úr það er hins vegar þannig að júlí mánuður er ekki mjög hentugur til fundarhalda þar sem menn eru á þvælingi útum allt svo stjórnin er að hittast í smá skömtum. Við erum staðráðnir í að vanda til verka og setja fram bestu tillögurnar fyrir félagsmenn að kjósa um, vonandi tekur það ekki of langann tíma.

Miðvikudaginn 9. júlí leggja í hann úr Reykjavík félagar úr "mc SKUTLUR" ferðinni er heitið hringinn um skerið. Ef einhverntíma hefur verið ástæða til að bóna fákinn, fara í betri gallann og purra á móti klúbb á ferðinni þá er það núna ! Fylgist með hvernig dömunum gengur á síðunni þeirra www.skutlur.is

En hvernig er það er engin steming fyrir þessum hjóladögum á Agureyris ???


Hjóladagar

18-20 júlí verða Hjóladagar á Akureyri spurning hvort við sleppum ekki ferð í Kárahnjúka og rennum norður í staðinn ?


RÆS !

 Þar sem nánast engin viðbrög hafa verið við samkeppninni um merkið þá birtist hér auglýsingin aftur og eru félagsmenn sem og aðrir hvattir til að koma henni til allra þeirra sem mögulega gætu rissað upp nothæfa tillögu.

 

DREKAR vélhjólaklúbbur austurlands efnir til samkeppni um merki fyrir félagið.
Merkið skal innihalda nafn félagsins og vera lýsandi fyrir það að um er að ræða austfirsk bifhjólasamtök sem kenna sig við landvætt austurlands.
Hafa ber í huga að auðvelt þarf að vera að setja merkið í framleiðslu hvort heldur sem lítið taumerki eða sem fánamerki í fullri stærð.
Verðlauna tillagan verður keypt af höfundi á Kr: 50.000. tillögum skal skilað fyrir 1. júlí 2008 til:
Vélgæði ehf
v/VKA merki
Hafnargötu 43
750 Fáskrúðsfjörður
Og skal nafn höfundar fylgja með í lokuðu umslagi.
 
Klúbburinn áskilur sér rétt til að velja eina tillögu eða hafna öllum.


Viðburða dagatal VKA.

  • 21. maí:Pósthússplanið kl 19:00. brottför kl. 20:00
  • 28. maí: Pósthússplanið. Mæting 19.00. brottför kl 20:00  Lagt á ráðin um akstur á sjómannadaginn.   
  • 1.  júní:    Sjómannadagurinn
  • 4.  júní:    Pósturinn Mæting 19.00.  brottför kl. 20:00
  • 8.  júní: Kaffi á Skriðuklaustri. Mæting N1 Egilsstöðum kl. 14:00
  • 11.júní: Pósthúsplanið Reyðarfirði kl. 19:00 farið 20.00. Lagt á ráðin um hópastur á bíladaga
  • 17.  júní: Reyðarfjörður pósthús kl. 13.00 Hópkeyrsla Reyðarfjörður-Egilsstaðir
  • 18.  júní  Pósthúsplanið Mæting 19.00. brottför kl. 20:00
  • 25. júní Pósthúsplanið Mæting 19.00. brottför kl. 20:00  Lögð drög að hópakstri á Hornafjörð
  • 28-29.Humarhátíð á Hornarfirði 
  • 2.  júlí: Pósthúsplanið Reyðarfirði kl.19:00 brottför 20:00 Skipulagður akstur á landsmót
  • 3-6. júlí: Landsmót vélhjólamanna á Lísuhóli Snæfellsnesi
  • 9.  júlí: Pósthúsplanið Mæting 19.00. farið 20:00
  • 12.  júlí: Hópferð á Neskaupstað,  mæting Póshúsplanið  kl. 15:00
  • 16. júlí: Pósthúsplanið Mæting 19.00. brottför kl. 20:00
  • 20.  júlí: Kárahnjúkar (Fljótsdalshringur)
  • 23.  júlí: Pósthúsplanið kl.19:00 brottför kl:20:00 Helgin undirbúin gaumgæfilega
  • 25.-27. júlí:  Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
  • 26  júlí: Borgafjörður Eystri  (tónleikar)
  • 30. júlí: Pósthúsplanið Mæting 19.00.  Velt vöngum yfir mögulegum akstri um vitlausramannhelgina. 
  • 1-3. ágúst:  Neistaflug Neskaupstað
  • 6. ágúst: Pósthúsplanið kl. 19:00  Unirbúin samkeyrsla til Davíkur
  • 9-10. ágúst   Fiskidagar Dalvík (gisting)
  • 13. ágúst Pósturinn Mæting 19.00.  brottför kl. 20:00
  • 20.  ágúst Pósturinn Mæting 19.00. brottför kl. 20:00
  • 27. ágúst Pósturinn Mæting 19.00. brottför kl. 20:00 

Ferju fylgd !

Tveir úr klúbbnum eiga mætingu í ferjuna á Seyðisfirði kl:14.00. miðvikudag 21. það væri gaman ef einhverjir hafa tök á að rúlla með þangað.

Hinir mæta svo bara hjá póstinum um kvöldmatarleytið og purra út í vorið kl. 8.


Jæja þá er það miðvikudagur aftur !

Mögulega verður hægt að toppa mætinguna frá því síðast sem var stórgóð.

Mæting um sjö brottför klukkan 8.

 

IMG_1422

 

Sting uppá að menn noti "athugasemdir" hér fyrir neðan til að boða/afboða sig eða koma sér saman um T.d. brottfarir frá nágrana stöðunum.


Hugmyndasamkeppni um merki !

Auglýsingin hér að neðan mun birtast hér fyrir austan í vikunni ef þið vitið um einhvern utan svæðisins sem mögulega gæti teiknað til sigurs þá látið viðkomandi vita.

DREKAR vélhjólaklúbbur austurlands efnir til samkeppni um merki fyrir félagið.
Merkið skal innihalda nafn félagsins og vera lýsandi fyrir það að um er að ræða austfirsk bifhjólasamtök sem kenna sig við landvætt austurlands.
Hafa ber í huga að auðvelt þarf að vera að setja merkið í framleiðslu hvort heldur sem lítið taumerki eða sem fánamerki í fullri stærð.
Verðlauna tillagan verður keypt af höfundi á Kr: 50.000. tillögum skal skilað fyrir 1. júlí 2008 til:
Vélgæði ehf
v/VKA merki
Hafnargötu 43
750 Fáskrúðsfjörður
Og skal nafn höfundar fylgja með í lokuðu umslagi.
 
Klúbburinn áskilur sér rétt til að velja eina tillögu eða hafna öllum.
 


Rúntað með norðanmönnum.

Sátum fyrir félögum úr Tíunni og rúntuðum með þeim á Seyðisfjörð í blíðunni, ljómandi góður dagur.

IMG_1428

IMG_1429

IMG_1435

IMG_1440

 

 


Annar í hvítasunnu .

Sá á vefnum hjá Tíunni að þeir stefna á ferð austur mánudaginn 12. brottför frá Akureyri kl 9 og 11. Er ekki rétt að sitja fyrir þeim í Jökuldalnum eða á Egilsstöðum ?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband