Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Flutningar.

Vefurinn okkar www.drekar.is er kominn það vel á legg að nú er tímabært að kveðja þetta blogg og snúa sér alfarið að vefnum. 

Þegar við verðum búinn að ná nægjanlega góðum tökum á heimasíðu rekstrinum þá verða allar upplýsingar sem hér er að finna ásamt myndum og fleiru flutt yfir.

Félagar eru hvattir til að senda inn allt sem þeir telja að eigi heima á síðunni og einnig að nýta spjallþræðina.


Möðrudalsgleði með Ormsteitis viðkomu.

Af einhverjum einkennilegum ástæðum þá er auglýst sýning á bifhjólum Drekafélaga á Egilsstöðum í tengslum við Ormsteiti á laugardaginn. Til að valda ekki fólki vonbrigðum þá höfum við flýtt brottförinni frá Reyðarfirði á laugardagsmorguninn um hálftíma til að hægt verði að stoppa aðeins hjá hjólafólki og sýnendum á Egilstöðum áður en haldið verður áfram á Möðrudalsgleðina.

Brottför frá Olís Reyðarfirði verður kl:10.30.


Góðir dagar á Dalvík

Ágætis hópur af Drekum mætti á Fiskidaginn um helgina og naut veitinga og veðurblíðu.

100_4841

Næsta ferð er um helgina á Möðrudalsgleðina og má sjá nánar um það í viðburðadagatalinu. Og svo er það að sjálfsögðu miðvikudagurinn hjá póstinum.

 


FISKIDAGURINN

Þá er komið að því að renna í okkar árlegu ferð á Dalvík.

Hittumst á Egilstöðum í hádeginu á föstudaginn og rennum af stað klukkan eitt. Þeir sem fara af stað um morguninn og þeir sem fara seinni partinn geta haft samband við Högna og við reynum að hópa okkur saman fyrir norðan.

IMG_0565

Frá Fiskideginum 2006.


Drekar punktur is

Heimasíðan er að myndast og búið að setja uppkast af henni inn, kíkið á og látið vita hvað ykkur finnst.

VITLAUSRAMANNAHELGIN

Hvað segja menn um helgina frammundan? Er einhver stemming fyrir hópkeyrslu? Ef mér skjátlast ekki þá var Hlífar með töflufund varðandi hópkeyrslu í síðustu viku er ekki rétt að fara að prófa þetta?

með kveðju

#12


Hópakstur á Frönskum dögum.

Það var gaman að sjá hversu margir mættu í hópakstur Drekanna á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði um helgina.  Misjafnt var hvað menn komu langt að á meðan aðrir komu bókstaflega ofan af fjöllum og bættust í hópinn. 

Í miðbænum.

Stoppað var í miðbænum og fólki boðið upp á að skoða fákana en þarna voru 28 hjól. (Aðrar myndir í albúmi)

Takk kærlega fyrir komuna félagar.

Kveðja 

Malla #60

 


Bolir Peysur ofl

Vill bara minna félaganna að það er mjög auðvelt að fá sér boli peysur eða ýmislegt annað merkt klúbbnum okkar . Farið inná vefinn www.merkt.is undir klúbbar finnið þið DREKAR. notendanafnið er "drekar" og lykilorðið "austur", við þetta opnast verslunin og þá er bara að sleppa sér.

kv. Níels"36


Hjólapabbi

Það verður erfitt að toppa þetta, Siggi mætti á Landsmótið með fjóra hjólandi syni.

 

IMG_2326

Takið líka eftir félagsfánanum sem blakti allra fána hæðst á svæðinu.


Landsmót 2009

Þeir sem hafa hug á að fara á landsmótið um næstu helgi mega gjarnan láta vita af sér þar sem uppi eru óskir um annann brottfarar tíma heldur en 9 á föstudags morgun.

Það er hægt að senda póst eða hringja í Högna og svo getum við líka rætt þetta á miðvikudags kvöldið yfir kaffi hjá Samma.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband