VIÐBURÐADAGATAL DREKA

Viðburðadagatal DREKA má finna undir Dreka tenglum hérna til hægri.

Endilega verið virkir að láta vita af viðburðum sem bæta má inn, það má senda þá á einhvern úr viðburðanefndinni eða á netfang klúbbsins.


Rúnturinn

Frábær rúntur í kvöld þrátt fyrir smá þoku á oddskarði og vill ég þakka öllum sem mættu.

Enn fremur vill ég benda á að á laugardag um hádegisbilið mun ca10 manna hópur að norðan koma í Egilstaði og rúnta eitthvað hér fyrir austan, en þeir eru á hringferð.

Vill ég hvetja alla sem eiga hjól og langar að  hjóla um helgina að taka á móti þeim við Esso sjoppuna á Egilstöðum og hafa gaman af.

Kv.Níels #36


Miðvikudagur 27.maí

Á rúntinum á mánudaginn rakst ég á ekki færri en fjóra nágranna sem voru að koma austur á nýjum fákum.

IMG_2170

Til að fagna komu þeirra og allra hinna sem eru að koma nýir inn þá flöggum við á morgun.

Heitt á könnunni hjá Samma um sjö leytið og lagt í hann frá Póstinum um átta.


Miðvikudagur 20. maí

Fín mæting á síðasta miðvikudag og verður ekki síðri núna, höfðinginn hann Sammi Olísjarl er svo rausnarlegur að bjóða öllum Drekum frítt kaffi áður en lagt er í hann. Tökum ofan fyrir honum.

 

Stoner 


Miðvikudagur 13. maí

Picture 185

Það er alveg sama í hvernig ástandi skrjóðurinn er, ef hann er gangfær þá er bara að sparkonum í gang og mæta hjá póstinum klukkan sjö og purra út í vorið í frábærum félagsskap klukkan átta.

Svo er kaffið hjá Samma víst alveg ágætt líka.


Ekki gleyma að láta skoða.

VKA Drekar fá 10% afslátt af skoðun á vélhjólum sínum hjá Bíley, Aðalskoðun Reyðarfirði, muna að framvísa félagaskírteini.
Næstu skoðunardagar verða, mánudaginn 18. og þriðjudag 19. maí.


Miðvikudagur 6. maí

Miðvikudagur aftur og þá er það pósthúsplanið.

Fyrst kaffi hjá Samma klukkann sjö og svo rúntur klukkann 8 , ........................

IMG_1423

Þessi mynd er tekin miðvikudaginn 7. maí 2008.


Fimmtungur félaga til Færeyja

20% gildra félagsmanna eru búnir að staðfesta þáttöku í Færeyjaferðinni!

Búið er að fá gistingu fyrir allann hópinn gegn mjög vægu gjaldi og einnig er komið tilboð frá Smyril-line sem gefur talsverðann afslátt fyrir hópinn. Þeir sem hafa hug á að koma með ættu að staðfesta sem allra fyrst með því að senda póst á klúbbinn eða setja sig í samband við Einar #8.


Miðvikudagur 29. apríl

Miðvikudagur !

Það þýðir bara eitt, hittast hjá póstinum klukkann 7 og purra saman út í vorið klukkann 8.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband